ferð.

Er stödd í eyjum, ferðin gekk vel þó herjólfur væri þrjá tíma og tiu mínútur að bagsa þetta á móti austan áttinni , ég var farin að halda að hann ætlaði með okkur á hornafjörð, nei hann skilaði okkur heilum til eyja þótt það tæki tímann sinn.Anna farin í vinnu gaurarnir mínir í sjónvarpi ,og veðrið gengið niður en svo lítil rigning , það kom hér hundur í heimsókn og reif upp allt gras á stóru svæði og helst ekki hægt að setja þerluna út ,hún verður eitt svað á löppunum ,svo það þarf að setja hana í fótabað þegar hún kemur inn ,og skúra verður allt gólfið, vesen sem ég nenni ekki. Verð að fara niður núna ,allt að fara á fullt fjör núna Siggi Aron og Árni segja hæ en þú veist hvað Alli elí segir. bæ bæ stina.

Vöknuð.

Vöknuð um miðja nótt ,hvað á að gera um miðja nótt, allir sofandi í kringum mig.fara í tölfuna ,en hvað dettur mér í hug nema að biðja almættið að blessa íslensku þjóðina á þessum síðustu og verstu tímum,sá í kastljósinu í kvöld að harðduglegir menn missa trúna á sjálfan sig og skammast sín ,en það ekki rétt, þeir eru sömu dugandi menn og þeir hafa alltaf verið ,en atvinnuleysi er virkilega mannskemmandi, drepur allan þrótt ,og oft erfitt að sjá björtu hliðarnar , en þær eru þarna einhverstaðar ekki langt frá okkur við þurfum stundum að leita ,og þá má ekki gefast upp.Febrúar er oft langur með sína tuttugu og átta daga en hann líður hjá eins og hinir .við verðum að þreyja þorran og góuna og svo kemur vorið .með birtu og yl og þá lítur allt betur út meira segja atvinnuleysi verður ekki algert myrkur, nei nei enginn má gefast upp ,reynum að hjálpast að það gefst best, rífa sig upp úr stólnum ,ganga út eða jafnvel ryksuga, getur gert kraftaverk.Áfram Ísland..Góðan dag, Bæ bæ stina.

Andvaka.

Það er orðið langt um liðið síðan,síðan ég skrifaði síðast,en tölvan mín hefur verið svolítið upptekin í facebook.gaman ,gaman.  Já það var þetta mað andvökuna, eða eins og konan sagði ,hræðilegt að liggja andvana fálfa nóttina , en ekki hjá mér ,hugurinn fór á rosalegt flug , mér fannst  ég vera með alla strákana mína í gönguferð hér út í móunum ,það var komið vor ,farfuglar voru í óðaönn að búa hreiðrin sín, ég stoppaði os sagði við strákana mína ,nú verðið þið að líta vel í kringum ykkur ,því að hér er lífið og tilveran,og ég sleit upp eitt lítið blóðbergog sagði þeim að finna ilminn Aron og Siggi sögðu ,flott lykt Gummi skrítin lykt en amma sagði þetta er lífið og tilveran og þarna var kría komin alla leið frá aferíku ,ég veit ekki af hverju hún gerir það ,en það er lífið og tilveran og lítið strá sem kemur alltaf aftur er líka lífið og tilveran, og lítil arfakló  sem víð slítum upp sem illgresi er líka lífið og tilveran,því hún er búin að gera sitt gagn og losa um moldina fyrir hinar plönturnar en pass po,ef við tökum ekki þessa arfakló í burtu þá vex hún og dafnar og kæfir allt hitt í garðinum því arfakló er illgresi .samt  lífið og tilveran.en við megum ekki vera illgresi í lífsins garði .Við þurfum að reyna að líkjast hinum blómunum sem ekki eru rifin upp með rótum.Að fara og horfa upp í heiðan himinn og sjá stjörnurnar ,að ganga út í grenjandi rok og rigningu og horfa upp í veðrið , að standa úti í grenjandi bil og horfa upp,og moka bílinn upp úr skaflinum er líka lífið og tilveran. Svo spyrjum við til hvers erum við hér ,ég veit það ekki ,en í dag er ég Amma Stína og það er hreint ekki svo slæmt Lífið og tilveran þarf ekki að vera erfið, ekki gráta  krónuna sem dó , hún er núll ,ekkert ,og að skæla yfir engu eða vera að horfa til baka veldur bara sorg, horfa fram og upp.Svo fór ég að sofa.Ég varð að koma þessu frá mér .takk .Bæ, bæ stina.

Um bloggið

Kristín Anna Karlsdóttir

Höfundur

Kristín Anna Karlsdóttir
Kristín Anna Karlsdóttir
Kona í stórþvotti og dagmamma.
Feb. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28

Nýjustu myndir

  • Picture 019
  • Picture 001
  • Picture 017
  • ...picture_017
  • bestemor 356792.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband