17.2.2008 | 17:36
sunnudagur.
En hvað sunnudagur getur verið leiðinlegur
Segi bara eins og krakkarnir ,ekkert hægt að gera,
.Held ég verði að fara að gá að spilum og púsli, oft er það gamla dótið sem reynist best
Svo má líka kíkja í bílskúrinn og taka svo lítið til þar,
Glætan, þá er bara að fá sér smá kaffi sopa
Kanski á morgun í skúrinn
Ígær var eitthvað annað .50+20 ára afmæli hjá Siggu vinkonu
Henný var bílstjóri fyrir mig ,Hún var búin að kanna leiðina í símaskránni,þetta var nefnilega í Kópavoginum,
Okkur tókst að villast herfilega
Að lokum sá ég opið bílaverkstæði of að spyrja til vegar ,fyrst talaði ég við ungan mann en sá skyldi ekki orð svo ég fann annan mann en sá skyldi ekki heldu orð en nú kom sá þriðji í ljós en allt fór á sama veg nema þessi benti upp í loft og sagði Ragnar
Þá spurði ég um stigann upp á loft ,því ég sá engan,að lokum varð ég að leika að ég væri að ganga upp stiga og var mér bent út í hornog þar leyndist þá stiginn
Upp fór ég en fann engan Ragnar
fer svo niður aftur og segi enginn uppiÞá er mér vísað aftur upp á loftið og viti menn þar var Ragnar
Það sem verra var að hann rataði lítið meira en ég í kópavogi
En símaskráin bjargaði málinu.Og loks komumst við til Siggu.
bless.















Um bloggið
Kristín Anna Karlsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá er að versla sér "orðabækur ala Spaugstofan", á 5 tungumálum, fyrir næstu bæjarferð, og þá er þetta "NEVJAM PROBLEMO" bara "dobri djane"
!
Sigríður Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.