31.5.2008 | 16:52
Skjálfti.
Ég stóð í ganginum með litla týr í fanginu Vigrinn stó við baðherbergis hurðina allt fór á stað
,í gegnum hugan flaug :ekki aftur með báða drengina í fanginu hentumst við út á blettinn og guðmundur sagði aftur og aftur amma við erum á sokkunum,en amma sagði það allt í lagi ,gummi hugsaði er amma skrítin hún segir alltaf ;farið í skóna þegar þið farið út.,
Ég fór svo inn eftir skónum en þá var bara farið að hoppa í trambólíni, ég fór að klippa tréin því það eitt vissi ég að við færum ekki inn aftur fyrr en eitthvað væri komið í ljós ,hvort almættið ætli að gera eitthvað meira til að minna á sig .
Almættið ætti að vita að það gleymist ekki svo glatt .Mér finnst óþarfi að hrrysta okkur svona harkalega ,en líklega minn miskilningur.
Allt fór þetta þó vel bara tveir myndarammar og styttur skemdust.
Sjómanna helgin byrjuð Arný búin að keppa í róðri .Það voru dálítið undarleg áratog en skítt með það .Þaðvinna ekki allir.
Ég held að þetta hafi verið góður dagur hjá krökkunum að minnsta kosti kom enginn skælandi heim.Og aldrei þessu vant var fínasta veður á fyrsta í sjómanna helgi.
Ég átti víst ekki að kvarta um skæluleysi allt komið í gamla horfið.
Bæ ,bæ, stin.








Um bloggið
Kristín Anna Karlsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður "sjóari" hjá okkur líka. Skruppum í bæinn á hoppukastala, sjómannasafnið og Bubbi mætti að syngja.
Mætum kannski þarna til ykkar á morgun....en bara ef þið hafið "jörðina þokkalega skjálftalausa"
.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.